Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. september 2022 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin: Man Utd tapaði á Old Trafford
Martínez fékk dæmt á sig víti.
Martínez fékk dæmt á sig víti.
Mynd: Getty Images
Rauða Stjarnan tapaði í kvöld.
Rauða Stjarnan tapaði í kvöld.
Mynd: Raggi Óla
Átta leikir hófust klukkan 19:00 í Evrópudeildinni og var þeim rétt í þessu að ljúka.

Á Old Trafford fór fram stórleikur kvöldsins þar sem Manchester United tók á móti Real Sociedad. Gestirnir fóru með sigur af hólmi en eina mark kom úr vítaspyrnu eftir tæplega klukkutíma leik. Brais Mendez skoraði markið eftir að víti var dæmt á Lisandro Martínez sem hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik.

Sjá einnig:
Vafasamt víti dæmt á Man Utd - Réttur dómur?

Mikið jafnræði var með liðunum en United átti þó fleiri marktilraunir í leiknum. Sigurhrina United á enda en liðið hafði fyrir leikinn unnið fjóra leiki í röð. Í sama riðli, E-riðli, vann Sheriff 0-3 sigur á Omonia.

Lazio vann þá 4-2 sigur á Feyenoord og Mónakó vann útisigur gegn Rauðu Stjörnunni þar sem Milos Milojevic er við stjórnvölinn. Íslendingaliðin Midtjyllandog Olympiakos töpuðu bæði. Jonas Lössl hefur spilað tvo leikina í marki Midtjylland og í kvöld varði hann víti. Elías Rafn Ólafsson var á bekknum.

Öll úrslit og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.

Önnur úrslit:
Evrópudeildin: Marquinhos byrjar vel hjá Arsenal - Roma tapaði

Riðill E:
Manchester Utd 0 - 1 Real Sociedad
0-1 Brais Mendez ('59 , víti)

Omonia 0 - 3 Sheriff
0-1 Rasheed Ibrahim Akanbi ('2 )
0-2 Iyayi Atiemwen ('54 , víti)
0-3 Mouhamed Diop ('76 )

Riðill F:
Lazio 4 - 2 Feyenoord
1-0 Luis Alberto ('4 )
2-0 Felipe Anderson ('15 )
3-0 Matias Vecino ('28 )
4-0 Matias Vecino ('63 )
4-1 Santiago Gimenez ('69 , víti)
4-2 Santiago Gimenez ('88 )

Sturm 1 - 0 Midtjylland
1-0 Emanuel Emegha ('8 )
1-0 Tomi Horvat ('42 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Stefan Hierlander, Sturm ('73)

Riðill G:
Freiburg 2 - 1 Qarabag
1-0 Vincenzo Grifo ('7 , víti)
2-0 Ritsu Doan ('15 )
2-1 Marko Vesovic ('39 )

Nantes 2 - 1 Olympiakos
1-0 Mostafa Mohamed ('32 )
1-1 Samuel Moutoussamy ('50 , sjálfsmark)
2-1 Evann Guessand ('90 )

Riðill H:
Crvena Zvezda 0 - 1 Monaco
0-1 Breel Embolo ('74 , víti)

Ferencvaros 3 - 2 Trabzonspor
1-0 Tokmac Nguen ('5 )
2-0 Adama Traore ('29 )
2-1 Maxi Gomez ('39 )
3-1 Tokmac Nguen ('44 , víti)
3-2 Umut Bozok ('71 )
Rautt spjald: Eldar Civic, Ferencvaros ('16)
Athugasemdir
banner
banner
banner