Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 08. september 2024 08:30
Sölvi Haraldsson
Vill meina að arftaki Ten Hag sé núverandi starfsmaður United
Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United.
Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United.
Mynd: EPA

Það verður seint sagt að Manchester United hefur byrjað þessa leiktíð vel. Gabby Agbonlahor, fyrrum leikmaður Aston Villa, var hissa á frammistöðu United gegn Liverpool og vill meina að næsti arftaki Ten Hag starfi fyrir félagið í dag.


Manchester United tapaði 3-0 fyrir Liverpool á dögunum en Agbonlahor var alls ekki ánægður með ummæli Ten Hag eftir þann leik.

Ég held að hann sé ekki með þetta. Þegar ég horfi á hann hugsa ég ekki um áruna sem hann hefur á hliðarlínunni. Hann talar um hvað hann hefur marga bikara síðan hann kom til Englands eftir tapið gegn Liverpool. Hann talar um FA cup og Carabao cup en hann endaði samt í 8. sæti í fyrra. Hvað er hann að tala um? Versti árangur í sögu United og þeir voru skelfilegir gegn Liverpool.

Samkvæmt Agbonlahor mun Van Nistelrooy taka við af Erik Ten Hag. Hann segir að eigendur félagsins hljóti að hugsa það.

Ég held að eigendur Manchester United þakki guði fyrir það að þeir eru með Van Nistelrooy á samning hjá sér. Því ég held að Van Nistelrooy mun brátt verða þjálfari Manchester United, 100%.

Gabby Agbonlahor segir þá að það séu mjög litlar líkur á því að United endi í efstu fjórum sætum deildarinnar þar sem önnur lið í kringum Man Utd eins og Brighton og West Ham eru bara að verða betri og betri.


Athugasemdir
banner
banner