Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 08. október 2019 19:36
Brynjar Ingi Erluson
Mandanda smeykur við rokið og rigninguna á Íslandi
Steve Mandanda
Steve Mandanda
Mynd: Getty Images
Steve Mandanda, markvörður Marseille, mun standa í markinu hjá Frökkum gegn Íslendingum á föstudag en hann ræddi aðeins um leikinn í dag.

Mandanda kemur inn í liðið vegna meiðsla Hugo Lloris en hann meiddist í tapi Tottenham gegn Brighton um helgina.

Mandanda þekkir vel til í franska landsliðinu en hann á 28 leiki að baki.

Hann er spenntur fyrir leiknum gegn Íslandi en ber þó mikla virðingu fyrir liðinu. Hann segir að aðstæður verði gjörólíkar því sem menn í franska liðinu eru vanir.

„Þetta verður flókinn leikur gegn Íslandi útaf vallaraðstöðunni og veðurskilyrðum. Við erum ekki beint vanir því að spila á svona völlum um helgar," sagði Mandanda.

„Þetta verður mjög erfitt með rokið og rigninguna. Þeir spila líka með öðruvísi stíl heima en þegar þeir spila úti."

„Það er alveg satt að fólk getur ekki beðið eftir að mæta Tyrkjum á Stade De France með fullan völl en við megum ekki gleyma íslenska liðinu, það verður allt annar leikur. Við gerðum ágætlega í fyrri leiknum en þarna verður þetta erfitt og ef fólk heldur að þetta verður auðveldur leikur þá hefur það fólk rangt fyrir sér."

„Við verðum að halda einbeitingu og virða andstæðinginn,"
sagði Mandanda.


Athugasemdir
banner
banner