Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 08. desember 2020 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Istanbul Basaksehir gekk af velli gegn PSG
Mynd: Getty Images
Leikmenn Istanbul Basaksehir voru að spila útileik við PSG í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þegar leikmenn liðsins ákváðu að ganga af velli.

Þeir gengu af velli eftir atvik sem átti sér stað snemma leiks þegar dómari leiksins vissi ekki hver á bekknum átti að fá rautt spjald. Hann spurði því fjórða dómarann sem svaraði því að 'svarti gaurinn' hafi átt að fá spjaldið.

Umræddur maður er Pierre Webo, aðstoðarþjálfari Basaksehir.

Demba Ba sat á bekknum, heyrði þetta og brjálaðist í ljósi þess að fjórði dómarinn notaði orðið negro. Í kjölfarið gengu leikmenn Basaksehir af velli og skömmu síðar fylgdu leikmenn PSG.

Dómarateymið er frá Rúmeníu og afsakaði einn aðstoðardómarinn félaga sinn, þetta hafi einfaldlega verið misskilningur tengdur rúmenska tungumálinu.

Atvikið átti sér stað á fjórtándu mínútu og er óljóst hvað gerist í framhaldinu. Leikurinn er mikilvægur fyrir PSG sem er í toppbaráttu við Manchester United og RB Leipzig.






Athugasemdir
banner
banner
banner