Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 09. janúar 2023 12:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Féllu en gætu samt haldið sæti sínu - Hvað segir KV um stöðuna?
Lengjudeildin
Eftir leik hjá KV á síðustu leiktíð.
Eftir leik hjá KV á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik KV og Fylkis.
Úr leik KV og Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það gæti verið að KV taki sæti í Lengjudeildinni á nýjan leik á næstu leiktíð, þrátt fyrir að hafa fallið úr deildinni síðasta sumar.

Í gær var fjallað um það hvað myndi gerast ef Kórdrengir yrðu ekki með í Lengjudeildinni í sumar. Óvissa er um þeirra þátttöku, liðið er án þjálfara, án heimavallar og samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net hefur liðið ekki hafið æfingar. Félög í deildinni þurfa að skila inn upplýsingum fyrir leyfiskerfi KSÍ eigi síðar en 15. janúar.

Hvaða lið mun fara upp ef Kórdrengir taka ekki þátt? Það er óljóst samkvæmt regluverki KSÍ en það verður annað hvort Ægir eða KV. Það má skilja það þannig að ef Kórdrengir draga sig úr keppni þá er Ægir fyrsti kostur í að taka sætið, en ef Kórdrengir falla hinsvegar á leyfiskerfinu þá er KV fyrsti kostur. Áhugaverð staða og Kórdrengir gætu þá í raun haft það í sínum höndum hvort liðið yrði í Lengjudeildinni ef þeir verða ekki með.

Auðunn Örn Gylfason, formaður KV, segir í samtali við Fótbolta.net að félagið sé að undirbúa sig fyrir 2. deild næsta sumar en sé jafnframt að fylgjast með stöðu mála.

„Við vorum ekkert að pæla í þessu. Við féllum úr deildinni, eins og allir vita. Við erum eins og staðan er núna að undirbúa liðið fyrir 2. deild, en þetta fór á flug í gær. Þessi reglugerð er eins og hún er. Við leyfum Kórdrengjum bara að klára sín mál. Vonandi taka þeir þátt í Lengjudeildinni þar sem þeir eiga rétt á því," segir Auðunn.

„Við bregðumst við því sem kemur þegar að því kemur. En við þurfum að ræða það innan stjórnar og innan liðsins hvernig það allt fer. Við leyfum þessu að fara sinn farveg."

Er þetta skrítin staða að vera í?

„Við höfum lent í því áður. Það voru lið fyrir austan að sameinast og þá áttum við að fara upp eða niður. Það er alltaf möguleiki í íslenskum fótbolta að svona gerist, en það er skrýtið að mögulega þurfi að undirbúa liðið fyrir miklu stærra verkefni. Ef það er Lengjudeildin, þá tökum við stöðuna á því."

„Kórdrengir vonandi tækla sitt. Það er heiðarlegast að þeir spili í Lengjudeild því þannig fóru leikar í fyrra. Þetta skýrist væntanlega bráðum. Við bíðum og sjáum hvað gerist, og svo metum við stöðuna."

Sjá einnig:
Hvað gerist ef Kórdrengir taka ekki þátt í sumar?
Athugasemdir
banner
banner
banner