Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 09:37
Elvar Geir Magnússon
Luis Hasa til Napoli (Staðfest)
Luis Hasa hefur leikið fyrir öll yngri landslið Ítalíu.
Luis Hasa hefur leikið fyrir öll yngri landslið Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Napoli hefur fengið sóknarmiðjumanninn Luis Hasa frá Lecce.

Eins og hefð er fyrir hjá Napoli þá tilkynnti forseti félagsins, Aurelio De Laurentiss, fyrstur frá kaupunum og skrifaði á samfélagsmiðla: 'Velkominn Luis!'

Hasa kom til Lecce síðasta sumar á frjálsri sölu frá Juventus en Juve fær 30% af söluverðinu núna samkvæmt samkomulagi.

Hasa hefur leikið fyrir öll yngri landslið Ítalíu og var ein af stjörnunum í U19 liðinu sem varð Evrópumeistari 2023. Hann er annar leikmaðurinn sem Antonio Conte og félagar í Napoli fá í glugganum en markvörðurinn Simone Scuffet kom í vikunni frá Cagliari.

Napoli trónir á toppi ítölsku A-deildarinnar en stöðuna má sjá hér að neðan.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 19 14 2 3 30 12 +18 44
2 Atalanta 18 13 2 3 43 20 +23 41
3 Inter 17 12 4 1 45 15 +30 40
4 Lazio 19 11 2 6 33 27 +6 35
5 Juventus 18 7 11 0 30 15 +15 32
6 Fiorentina 18 9 5 4 31 18 +13 32
7 Bologna 17 7 7 3 25 21 +4 28
8 Milan 17 7 6 4 26 17 +9 27
9 Udinese 19 7 4 8 23 28 -5 25
10 Roma 19 6 5 8 26 24 +2 23
11 Torino 19 5 6 8 19 24 -5 21
12 Empoli 19 4 8 7 18 22 -4 20
13 Genoa 19 4 8 7 16 27 -11 20
14 Parma 19 4 7 8 25 34 -9 19
15 Verona 19 6 1 12 24 42 -18 19
16 Como 18 4 6 8 20 30 -10 18
17 Cagliari 19 4 5 10 18 32 -14 17
18 Lecce 19 4 5 10 11 31 -20 17
19 Venezia 19 3 5 11 18 32 -14 14
20 Monza 19 1 7 11 17 27 -10 10
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner