Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 09. febrúar 2019 16:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ ráðinn á næstunni
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ársþing KSÍ var á Hilton Reykjavík Nordica í dag og var þar Guðni Bergsson var þar endurkjörinn formaður KSÍ.

Guðni fékk 119 atkvæði gegn 26 atkvæðum Geirs Þorsteinssonar, fyrrum formanns KSÍ. Auðir seðlar voru 2. Guðni fékk því 81% atkvæða.

Á þinginu var ársreikningur KSÍ fyrir árið 2019 samþykktur, en í ársreikningnum er meðal annars gert ráð fyrir yfirmanni knattspyrnumála. Því má gera ráð fyrir því að aðili í það starf verði ráðinn á næstunni.

Yfirmaður knattsyrnumála var staða sem Guðni Bergsson talaði hvað mest um er hann var fyrst kosinn árið 2017.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins, hefur verið orðaður við starfið.

Sjá einnig:
Arnar Þór: Ég gæti komið til greina sem yfirmaður knattspyrnumála
Athugasemdir
banner
banner