Það voru nokkrar íslenskar fótboltakonur sem komu við sögu víða um Evrópu í dag, þar sem Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Leicester City er liðið heimsótti stórveldi Manchester City í enska bikarnum í dag.
Hlín var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Leicester eftir að hafa verið keypt til félagsins í lok janúargluggans. Hún spilaði fyrstu 56 mínúturnar en var skipt af velli í stöðunni 2-0 og urðu lokatölur 3-1 fyrir Man City.
Leicester er því úr leik í bikarnum en liðið leikur í efstu deild enska boltans og er þar þremur stigum fyrir ofan fallsætið.
Brenna Lovera var á sínum stað í byrjunarliði Glasgow City og skoraði mark úr vítaspyrnu í 8-0 sigri gegn Montrose í efstu deild skoska boltans. Glasgow deilir toppsæti deildarinnar með Celtic, þar sem bæði lið eiga 50 stig eftir 20 umferðir.
Í æfingaleikjum dagsins gerðu Arna Þráinsdóttir og stöllur í liði OB sex marka jafntefli við Midtjylland á meðan Fanney Birkisdóttir og stöllur hennar í liði Häcken töpuðu fyrir Nordsjælland og Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur í liði Rosenborg töpuðu gegn Malmö.
Man City 3 - 1 Leicester
1-0 Leila Ouahabi ('18)
2-0 Kerolin Ferraz ('29)
3-0 Khadija Shaw ('59)
3-1 Nelly Las ('82)
Glasgow 8 - 0 Montrose
1-0 A. Gambone ('13)
2-0 S. Van Diemen ('15)
3-0 N. Kozlova ('18)
4-0 Brenna Lovera ('30, víti)
5-0 J. Love ('31)
6-0 G. Carter ('61, sjálfsmark)
7-0 K. Smit ('72)
8-0 C. Cowper ('91, sjálfsmark)
Midtjylland 3 - 3 OB
Hacken 1 - 2 Nordsjælland
0-1 Anna Walter ('10)
0-2 Anna Walter ('20)
1-2 Emma Östlund ('88)
Rosenborg 0 - 2 Malmö
0-1 Beatrice Persson ('71)
0-2 Stinalisa Johansson ('86, víti)
Athugasemdir