Raul Asencio, miðvörður Real Madrid, hefur heillað með frammistöðu sinni á tímabilinu og félagið vill gera nýjan samning við hann.
Asencio er 21 árs gamall en hann hefur leikið 45 leiki með varaliði Real Madrid. Hann hefur fengið tækifæri með aðalliðinu á þessu tímabili vegna mikilla meiðslavandræða í öftustu línu.
Hann átti frábæran leik í jafnteflinu í grannaslagnum gegn Atletico Madrid í gær og Real Madrid hefur sett meiri áherslu á að gera nýjan samning við hann.
Fabrizio Romano segir að félagið og þjálfarar liðsins séu mjög ánægð með hugarfarið og framför leikmannsins. Real Madrid var í viðræðum við hann í desember en vill setja meiri áherslu á þær núna.
Núgildandi samningur hans rennur út sumarið 2026.
Raúl Asencio won 100% of his duels (5/5), misplaced just two of his 51 passes, made 3 clearances, two tackles, committed 0 fouls and wasn't dribbled past once against Atletico Madrid.
— Squawka (@Squawka) February 8, 2025
What a performance from the 21-year-old. ???? pic.twitter.com/gaUqGMWyGf
Athugasemdir