Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   sun 09. febrúar 2025 11:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Real Madrid vill framlengja við Asencio eftir frábæra frammistöðu í gær
Asencio í baráttunni við Giuliano Simeone í gær
Asencio í baráttunni við Giuliano Simeone í gær
Mynd: EPA
Raul Asencio, miðvörður Real Madrid, hefur heillað með frammistöðu sinni á tímabilinu og félagið vill gera nýjan samning við hann.

Asencio er 21 árs gamall en hann hefur leikið 45 leiki með varaliði Real Madrid. Hann hefur fengið tækifæri með aðalliðinu á þessu tímabili vegna mikilla meiðslavandræða í öftustu línu.

Hann átti frábæran leik í jafnteflinu í grannaslagnum gegn Atletico Madrid í gær og Real Madrid hefur sett meiri áherslu á að gera nýjan samning við hann.

Fabrizio Romano segir að félagið og þjálfarar liðsins séu mjög ánægð með hugarfarið og framför leikmannsins. Real Madrid var í viðræðum við hann í desember en vill setja meiri áherslu á þær núna.

Núgildandi samningur hans rennur út sumarið 2026.


Athugasemdir
banner
banner