
Landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir er á lista Damallsvenskan Nyheter yfir tíu bestu félagaskiptin í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð í vetur.
Hlín færði sig yfir frá Piteå til Kristianstad í vetur og verður að spennandi að fylgjast með henni hjá þessu mikla Íslendingafélagi núna í ár.
Hlín færði sig yfir frá Piteå til Kristianstad í vetur og verður að spennandi að fylgjast með henni hjá þessu mikla Íslendingafélagi núna í ár.
„KDFF var að fá leikmann sem lyftir liðinu upp á næsta plan. Íslendingurinn er ansi líklega til að blómstra í sóknarlínu Kristianstad," segir í umsögn um Hlín en hún er í fjórða sæti listans.
„Ég fylgdist með Krisianstad á liðnu tímabili og mér finnst mjög áhugavert og spennandi hvernig þær spila. Ég held að það henti mér," sagði Hlín í samtali við Fótbolta.net eftir að hún gekk í raðir Kristianstad en þjálfari liðsins er Elísabet Gunnarsdóttir.
„Hún er ein af stærstu ástæðunum en leikmannahópurinn líka. Til dæmis framherjarnir sem þær eru með, ég hlakka mjög mikið til að spila með þeim. Mér finnst leikmannahópurinn sterkur eins og hann er og líklegur til að ná árangri."
„Mig langar að vinna sænsku deildina, mér finnst það vera raunhæft markmið og svo vil ég bæta mig sem leikmaður eins mikið og ég get."
4. Hlín Eiríksdóttir ????????
— Damallsvenskan Nyheter (@damallsvfotboll) March 9, 2023
Piteå ?? Kristianstad
Här har KDFF fått in en spelare som höjer nivån. Isländskan verkar ta plats i anfallet tillsammans med Tindell och Viens, där är jag säker på att hon kommer trivas i år. Skottet och spelsinnet är hennes främsta egenskaperna. pic.twitter.com/x8Dr1OQoL4
Athugasemdir