Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 09. maí 2021 23:10
Brynjar Ingi Erluson
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar líklega spilaður á Wembley
Wembley
Wembley
Mynd: Getty Images
Bresk stjórnvöld eru í viðræðum við UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, um að spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley í London en Sky Sports og The Times greina frá þessu í kvöld.

Chelsea og Manchester City eigast við í úrslitaleiknum en hann á að fara fram 29. maí á Ataturk-leikvanginum í Istanbúl í Tyrklandi.

Tyrkland er hins vegar komið á rauðan lista hjá Bretum og því þyrftu allir sem ferðast þangað að fara í tíu daga sóttkví við heimkomu.

Bresk stjórnvöld eru í viðræðum við UEFA um að spila leikinn á Wembley í London en Times gengur svo langt að fullyrða það að úrslitaleikurinn fari fram á Wembley.

Búist er við niðurstöðu í málinu á morgun eða í síðasta lagi á þriðjudag en það kæmi sér afar vel fyrir bæði stuðningsmenn og leikmenn liðanna.

Ataturk-leikvangurinn var með leyfi fyrir 25 þúsund stuðningsmenn á völlinn en ekki er ljóst hvað margir fá að mæta á Wembley.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner