Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 09. maí 2022 12:47
Elvar Geir Magnússon
Segir frágengið að Haaland fari til Man City
Haaland er 21 árs.
Haaland er 21 árs.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar eru fullir af fréttum þess efnis að Manchester City sé að ganga frá kaupum á Erling Haaland frá Borussia Dortmund.

„Ég sagði frá því fyrr í dag að heimildarmenn mínir í Þýskalandi sögðu að þeir bjuggust við að Manchester City myndi klára kaupin á Haaland í þessari viku," skrifar Simon Stone hjá BBC.

„Annar heimildarmaður var að segja mér núna að allt sé frágengið. City hefur enn ekkert sagt um málið."

„Pep Guardiola, stjóri City, heldur fréttamannafund á morgun. Ef ekkert breytist fyrir þann fund þá er allavega ljóst að fréttamenn hafa eitthvað annað að spyrja um en hvort hann telji í alvöru að allir fjölmiðlar haldi með Liverpool (sem þeir gera ekki)."

Haaland er einn mesti markaskorari heimsfótboltans og hefur skorað 85 mörk í 88 leikjum fyrir Dortmund á þeim tveimur og hálfu ári sem hann hefur verið hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner