Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 09. júní 2021 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heilahristingur meðal karlíþróttamanna - Rannsókn
rannsóknin sé
rannsóknin sé
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við hjá Fótbolta.net viljum leggja vísindunum lið og hvetjum því knattspyrnumenn í efstu deild karla, svo og aðra karlíþróttamenn, til að taka þátt í rannsókn sem er gerð við Háskólann í Reykjavík á heilahristingi og afleiðingum hans.

Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, María K. Jónsdóttir taugasálfræðingur og Helga Ágústa Sigurjónsdóttir innkirtlalæknir hafa stjórnað rannsóknum á heilahristingum meðal íþróttakvenna síðan 2018.

Þátttaka íþróttakvenna í rannsókninni hefur verið frábær. Eins og allir vita eru konur og karlar ekki eins og ekki er hægt að yfirfæra þekkingu fengna úr rannsóknum á konum yfir á karla. Því er hafin hliðstæð rannsókn á íþróttakörlum.

Fyrsti hluti rannsóknarinnar snýst um að svara spurningalistum. Hluti þátttakenda verður svo kallaður inn í frekara viðtal í sumar. Rannsakendur vilja biðja íþróttamenn sem eru á aldrinum 18 - 45 ára og keppa, eða kepptu, í efstu deildum handbolta, fótbolta og körfubolta, í efstu deild í íshokkí eða á íslandsmóti í karate, boxi eða MMA að taka þátt.

Linkurinn á könnunina er hér

Það tekur um 10 mínútur að svara.

Rannsóknin er samþykkt af Vísindasiðanefnd og m.a. styrkt af Rannís.

Mikilvægt er að hlekkurinn fari sem víðast og sem flestir svari svo hægt sé að bera saman karla og konur.
Athugasemdir
banner
banner
banner