Úrslitaleikur Manchester City og Inter í Meistaradeildinni verður annað kvöld. En nú er komið að slúðurpakkanum. Rice, Thuram, Kovacic, Kone, Caicedo, Kane, Adams, Barnes, Maddison og Gundogan koma við sögu.
Arsenal mun reyna allt sem það getur til að landa Declan Rice (24) fyrir 92 milljónir punda í von um að þessi miðjumaður West Ham verði kominn með skipti áður en undirbúningstímabilið fer af stað. (Telegraph)
West Ham hefur áhuga á að fá portúgalska varnartengiliðinn Joao Palhinha (27) í staðinn fyrir Rice. Kalvin Phillips hjá Manchester City og James Ward-Prowse hjá Southampton eru einnig inni í myndinni. (Mail)
Chelsea gæti reynt að kaupa Rice, ásamt Moises Caicedo (21) frá Brighton. (90min)
Franski miðjumaðurinn Kephren Thuram (22) hjá Nice hefur náð munnlegu samkomulagi við Liverpool. (Football Transfers)
Króatíski miðjumaðurinn Mateo Kovacic (29) hjá Chelsea hefur náð munnlegu samkomulagi við Manchester City. (Fabrizio Romano)
Liverpool hefur skipulagt viðræður við talsmenn franska miðjumannsins Manu Kone (22) hjá Borussia Mönchengladbach. (Fabrizio Romano)
Real Madrid er að vinna í því að kaupa enska sóknarmanninn Harry Kane (29) fyrir um 68 milljónir punda en Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, neitar að selja hann til Manchester United. (Marca)
Newcastle skoðar möguleg kaup á leikmönnum frá enskum úrvalsdeildarfélögum sem eru fallin. Þar á meðal Tyler Adams (24), bandaríska miðjumanninn hjá Leeds, og þá Harvey Barnes (24) og James Maddison (26) hjá Leicester. (Telegraph)
Maddison er efstur á óskalista Ange Postecoglou, nýjum stjóra Tottenham, en félagið þarf að borga yfir 50 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn. (Telegraph)
Frakklandsmeistarar Paris St-Germain vilja fá þýska miðjumanninn Ilkay Gundogan (32) frá Manchester City. (L'Equipe)
Fréttir frá Spáni segja að þýski landsliðsmaðurinn hafi þegar samþykkt þriggja ára samning við Barcelona. Það verði tilkynnt eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar. (Mundo Deportivo)
Al-Ahli í Sádi-Arabíu vill fá alsírska vængmanninn Riyad Mahrez (32) frá Manchester City. (Fabrizio Romano)
Tottenham vill fá spænska markvörðinn David Raya (27) en Brentford hyggst hafna öllum tilboðum undir 40 milljónum punda í hann. (i Sport)
Arsenal hefur áhuga á að fá hægri bakvörðinn Ivan Fresneda (28) frá Valladolid á Spáni í sumar. (Football London)
Leicester City íhugar að ráða Steven Gerrard, fyrrum stjóra Aston Villa, sem nýjan stjóra eftir fall úr ensku úrvalsdeildinni. (Mail)
Tottenham mun biðja Juventus um að lækka 35 milljóna punda verðmiðann til að fá Dejan Kulusevski (23) alfarið til sín. (Nicolo Schira)
Mancheste United íhugar að senda Mason Greenwood (21) á lán til Evrópu næsta tímabil. (Mail)
Athugasemdir