Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 09. júní 2023 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland er verðmætasti leikmaður heims
Mbappe í tíunda sæti
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Erling Braut Haaland er verðmætasti fótboltamaður heims samkvæmt nýjustu samantekt CIES Football Observatory.


Haaland er metinn á rétt rúmlega 245 milljónir evra og er Vinicius Jr, kantmaður Real Madrid, næstverðmætastur í heimi, metinn á rétt rúmlega 196 milljónir.

Bukayo Saka er í þriðja sæti yfir verðmætustu fótboltamenn heims og honum fylgja Jude Bellingham og Rodrygo Goes, sem verða bráðum samherjar hjá Real Madrid.

Real Madrid mun þá eiga þrjá af fimm verðmætustu leikmönnum heims, en Pedri og Gavi efnilegir miðjumenn Barcelona eru í sjötta og sjöunda sæti listans.

Jamal Musiala, ungstirni FC Bayern, er í áttunda sæti og kemur Phil Foden í níunda sæti. 

Það vekur athygli að Kylian Mbappe er í tíunda sæti listans en það er vegna þess að hann á ekki nema eitt ár eftir af samningi sínum við Paris Saint-Germain. Hann er metinn á 30 milljónum minna heldur en Vinicius Jr sem á einnig eitt ár eftir af sínum samningi.

Samkvæmt CIES er Haaland verðmætastur í heimi útaf samningslengdinni, þar sem hann á fjögur ár eftir af núverandi samningi sínum við Man City.

Ef Vinicius og Mbappe væru með fjögurra ára samninga þá væru þeir báðir verðmætari heldur en Haaland.

Vinicius væri metinn á 315 milljónir með nýjum samningi við Real Madrid á meðan Mbappe færi upp í 262 milljónir með nýjum samningi við PSG.

Sjáðu listann í heild sinni.


Athugasemdir
banner