Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   þri 09. júlí 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Bellamy nýr landsliðsþjálfari Wales (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Craig Bellamy er nýr landsliðsþjálfari Wales en hann skrifaði undir fjögurra ára samning til ársins 2028. Hann tekur við af Robert Page sem var rekinn í júní.

Bellamy lék 78 landsleiki með Wales sem leikmaður og segir það gríðarlegan heiður að fá að stýra landsliði þjóðar sinnar. Hann lýsir þessu sem stoltustu stund ferilsins. Það hafi alltaf verið sinn draumur að verða landsliðsþjálfari Wales.

Bellamy starfaði síðast sem aðstoðarmaður Vincent Kompany hjá Burnley. Sem leikmaður lék hann meðal annars fyrir Liverpool, Newcastle og Manchester City.

Velska fótboltasambandið tók sér góðan tíma áður en landsliðsþjálfari var ráðinn. Arsenal goðsögnin Thierry Henry og Willy Sagnol landsliðsþjálfari Georgíu voru meðal þeirra sem rætt var við.

Fyrsti landsleikur Wales undir stjórn Bellamy verður Þjóðadeildarleikur gegn Tyrklandi þann 6. september. Ísland er einnig í riðlinum.
Athugasemdir
banner