Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   þri 09. júlí 2024 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
„Vita allir að við þurfum framherja"
Mynd: EPA
Paulo Fonseca, nýr þjálfari AC Milan á Ítalíu, segir að það sé algjört forgangsatriði fyrir félagið að finna nýjan framherja í sumar.

Milan er í framherjaleit þar sem Luka Jovic og Lorenzo Colombo þykja ekki nægilega gæðamiklir til að leiða sóknarlínu liðsins á næstu leiktíð, eftir að Olivier Giroud rann út á samningi.

Joshua Zirkzee, framherji Bologna, er helsta skotmark félagsins en hann virðist vera á leið til Manchester United.

„Það vita allir að okkur vantar framherja. Við erum að vinna að því í sameiningu að finna réttan leikmann sem tikkar í réttu boxin. Ef við viljum vera með hættulega sóknarlínu þá þurfum við afburðagóðan leikmann í fremstu víglínu," viðurkenndi Fonseca í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner