Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 09. september 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Úrslitaleikur um sæti í Pepsi Max-deild kvenna
Afturelding mætir FH
Afturelding mætir FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding og FH mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í Pepsi Max-deild kvenna klukkan 19:15 í kvöld.

Lokaumferðin í Lengjudeild kvenna er öll spiluð á sama tíma en KR tryggði sér sæti í efstu deild í síðustu umferð.

Afturelding spilar við FH í Mosfellsbæ. Afturelding er með 37 stig í öðru sæti en FH með 36 stig í þriðja sæti. FH þarf því sigur til að komast upp um deild.

Fallbaráttan er galopin. HK og Augnablik mætast í úrslitaleik þar en Augnablik er með 14 stig í næst neðsta sæti en HK er í sjöunda sæti með 16 stig.

ÍA er í neðsta sæti en liðið mætir Haukum. Grótta spilar við topplið KR og þarf á stigum að halda eða treysta á önnur úrslit.

Leikir dagsins:

Lengjudeild kvenna
19:15 Haukar-ÍA (Ásvellir)
19:15 Grótta-KR (Vivaldivöllurinn)
19:15 Afturelding-FH (Fagverksvöllurinn Varmá)
19:15 Víkingur R.-Grindavík (Víkingsvöllur)
19:15 HK-Augnablik (Kórinn)

2. deild kvenna - úrslitakeppni
19:00 Völsungur-Fram (Sauðárkróksvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner