Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. september 2022 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hræddir um að stuðningsmenn yrðu þjóðinni til skammar
Stuðningsmenn enska landsliðsins
Stuðningsmenn enska landsliðsins
Mynd: EPA
Enska knattspyrnusambandið tók þá ákvörðun í samráði við félögin að fresta leikjum helgarinnar vegna fráfalls drottningarinnar.

Það hefur ekki farið vel í alla bæði hérlendis og í Bretlandi þar sem menn telja það óþarfi að fresta leikjunum.

Samkvæmt heimildum Daily Mail er ein af ástæðum frestunarinnar vegna þess að sambandið er hrætt við að stuðningsmenn liðanna muni sýna drottningunni vanvirðingu á einn eða annan hátt og verði þjóðinni til skammar.

Stuðningsmenn Shamrock Rovers frá Skotlandi sungu m.a. ljóta söngva um drottninguna þegar liðið mætti sænska liðinu Djurgarden á fimmtudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner