fös 09. október 2020 16:12
Magnús Már Einarsson
Kári ekki brotinn - Bjartsýni með leikinn við Ungverja
Icelandair
Kári haltrar eftir meiðslin í gær.
Kári haltrar eftir meiðslin í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, er ekki fótbrotinn en þetta kom í ljós í myndatöku í dag.

Kári meiddist undir lokin í 2-1 sigrinum á Rúmenum í gær og óttast var að hann hefði mögulega brotnað.

Eftir myndatöku í dag er ljóst að Kári er ekki brotinn og hann gæti náð leiknum mikilvæga gegn Ungverjum í úrslitum í umspili þann 12. nóvember.

„Kári er ekki brotinn. Það er bjartsýni á nóvember en lítið annað hægt að segja núna," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Ísland mætir Danmörku í Þjóðadeildinni á sunnudag og Belgíu á miðvikudag en Kári verður ekki með í þeim leikjum.
Athugasemdir
banner
banner