Leikmaður Bournemouth orðaður við Liverpool - De Bruyne til Sádi - Fer Trent á frjálsri sölu?
   mið 09. október 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Írena Björk framlengir við Fram
Mynd: Fram
Írena Björk Gestsdóttir mun leika áfram með Fram næstu tvær leiktíðir en hún hefur gert flotta hluti með félaginu síðan hún skipti yfir frá Grindavík í fyrrasumar.

Írena Björk er 26 ára og leikur sem bakvörður. Hún er jafnfætt og getur því leyst báðar bakvarðarstöðurnar, auk þess að geta spilað sem miðvörður og kantmaður.

„Írena er frábær karakter og liðsfélagi og við erum ofsalega hamingjusöm með að fá að njóta krafta hennar áfram í dal draumanna," segir meðal annars í tilkynningu frá Fram.

Írena spilaði 9 leiki í Lengjudeildinni í sumar og 3 leiki í Mjólkurbikarnum, en hún á í heildina 76 leiki að baki í næstefstu deild á Íslandi.

Fram endaði í öðru sæti Lengjudeildarinnar í sumar og spilar því í Bestu deildinni á næsta ári. Írena á þrjá leiki að baki í efstu deild og fær nú tækifæri til að bæta fleirum við ferilskrána.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner