Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. nóvember 2020 20:52
Brynjar Ingi Erluson
Chechu Meneses til Vestra (Staðfest)
Chechu Meneses við undirskrift
Chechu Meneses við undirskrift
Mynd: Heimasíða Vestra
Spænski varnarmaðurinn Chechu Meneses er genginn í raðir Vestra en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í kvöld.

Meneses er 25 ára gamall miðvörður að upplagi en hann getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar eða sem djúpur miðjumaður.

Hann spilaði með Leikni Fáskrúðsfirði í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 5 mörk í 12 deildarleikjum.

Meneses er nú genginn í raðir Vestra en hann mun mæta til landsins í febrúar og hefja þá æfingar með liðinu.

Vestri hafnaði í 7. sæti Lengjudeildarinnar á tímabilinu með 29 stig en það var flautað af þegar tvær umferðir voru eftir af mótinu vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.

Bjarni Jóhannsson hætti með liðið eftir tímabilið og ákvað að taka við Njarðvík en Heiðar Birnir Torleifsson er tekinn við þjálfarastarfinu hjá Vestra. Hægt er að sjá viðtal við Heiðar á svæði Vestra á Youtube hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner