Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 09. nóvember 2024 11:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti: Hætti ef Real Madrid rekur mig
Mynd: EPA

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, er undir mikilli pressu en spænskir fjölmiðlar eru farnir að fjalla um það að hann gæti verið rekinn á miðju tímabili.


Liðið hefur tapað tveimur heimaleikjum í röð en liðið tapaði gegn Milan í Meistaradeildinni í vikunni. Það var annar tapleikur liðsins í Meistaradeildinni af fjórum.

Ancelotti var spurður að því á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins gegn Osasuna í dag hvort hann væri farinn að huga að því að hætta í þjálfun. En hann er orðinn 65 ára og hóf þjálfaraferil sinn árið 1995 með Reggiana.

„Ég hugsa um það já. Ég byrjaði í fótbolta fyrir 48 ára árum svo ég byrja að hugsa um daginn sem þetta gæti endað. Hvað yrði til þess að ég hætti? Ég myndi segja að það væri ef Real Madrid myndi reka mig. Ég er viss um að dagurinn sem ég hætti verði frábær dagur," sagði Ancelotti.

„Ég þarf að sjá og gera ýmislegt. Ég vil fara til Argentínu, Maldíveyja og Ástralíu sem dæmi. Ég á fimm börn, sonur minn er hérna. Kannski mun ég vinna undir honum sem þjálfari. Ég mun elta hann og vera plága. Dagurinn sem ég hætti verður ekki sorglegur."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner