Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   lau 09. nóvember 2024 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Nánast öll félög í Evrópu hafa spurst fyrir um Gyökeres"
Mynd: EPA

Florian Plettenberg hjá Sky Sports í Þýskalandi segir að nánast öll lið í Evrópu hafi spurst fyrir um Viktor Gyökeres, framherja Sporting.


Gyökeres hefur farið hamförum hjá Sporting á tímabilinu en hann heefur skorað 23 mörk í 17 leikjum. Þá skoraði hann þrennu í stórsigri liðsins gegn Man City í Meistaradeildinni á dögunum.

Plettenberg segir að Bayern hafi spurst fyrir um hann en ekkert formlegt hefur átt sér stað.

„Nánast öll toppfélög í Evrópu hafa þegar spurst fyrir um hann undanfarnar vikur og halda því áfrram. Bayern mun fylgjast grannt með gangi mála," segir Plettenberg.

Gyökeres hefur m.a. verið orðaður við Man Utd enda er Rúben Amorim, núverandi stjóri Sporting, að verða stjóri enska félagsins en hann hefur sjálfur sagt frá því að það verði erfitt að fá sænska framherjan til Englands.


Athugasemdir
banner
banner
banner