Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 09. desember 2019 21:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Frábærar tíu mínútur í langþráðum sigri Arsenal
West Ham 1 - 3 Arsenal
1-0 Angelo Ogbonna ('38 )
1-1 Martinelli ('60 )
1-2 Nicolas Pepe ('66 )
1-3 Pierre-Emerick Aubameyang ('69 )

Arsenal heimsótti London Stadium, heimavöll West Ham, í kvöld. Liðin voru ísköld fyrir leikinn í kvöld, West Ham nálægt fallsæti og Arsenal ekki unnið leik í deildinni síðan í október.

Arsenal kom ekki fullmannað inn í leikinn í kvöld því Hector Bellerin gat ekki hafið leik vegna meiðsla. Ainsley Maitland-Niles hóf leik í stað Bellerin og Sead Kolasinac kom inn á bekkinn. Eftir tæplega hálftíma leik þurfti Kolasinac að koma inn á þegar Kieran Tierney varð fyrir slæmum axlarmeiðslum.

Á 38. mínútu komust heimamenn yfir með marki frá Angelo Ogbonna. Ogbonna kom boltanum yfir línuna og þurfti VAR að staðfesta að boltinn hafi ekki farið í hönd Ogbonna þegar hann skoraði.

1-0 í hálfleik og vonleysið mikið hjá Arsenal. Líkt og gegn Brighton á fimmtudag komu leikmenn Arsenal betur inn í seinni hálfleikinn. Á 60. mínútu átti varamaðurinn Kolasinac flotta fyrirgjöf á Martinelli, sem var að byrja sinn fyrsta leik í deild fyrir Arsenal. Martinelli kláraði vel og jafnaði leikinn.

Sex mínútum síðar kom Nicolas Pepe Arsenal yfir með gullfallegu skoti úr teignum. Pierre-Emerick Aubameyang lagði boltann á Pepe í teignum og Frakkinn skoraði með góðu skoti framhjá David Martin, markverði West Ham.

Þrem mínútum seinna skoraði Aubameyang sjálfur og launaði Pepe honum greiðann frá því í öðru markinu með sendingu í þessu þriðja marki Arsenal. Þess má geta að Arsenal skoraði úr öllum þremur skotum sínum á markið í kvöld.

Mörkin urðu ekki fleiri og langþráður sigur Arsenal í deildinni staðreynd, sá fyrsti síðan 6. október í deildinni! Þetta var þá fyrsti sigur Freddie Ljungberg sem bráðabirgðastjóri hjá Arsenal.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner