
Jesse Lingard hefur leikið 32 landsleiki fyrir England og lék með liðinu í undankeppninni. Hann hefur þó ekki spilað landsleik á þessu ári og ekki náð sér á strik hjá Nottingham Forest eftir að hafa farið til félagsins síðasta sumar.
Lingard var með Englandi á HM 2018 og skoraði á mótinu en situr núna heima og horfir á mótið.
Lingard var með Englandi á HM 2018 og skoraði á mótinu en situr núna heima og horfir á mótið.
„Já tilfinningin er sérstök að geta ekki tekið þátt. Ég hefði þurft að komast á flug um leið og ég skrifaði undir til að eiga möguleika en það gekk ekki. Ég hef ekki spilað nægilega vel og skil vel að hafa ekki verið valinn. En ég styð liðið, ég verð alltaf stuðningsmaður Englands," segir Lingard sem var í viðtali við breska ríkisútvarpið.
„Ég mun halda áfram að leggja mikið á mig til að skora og leggja upp og gera vel fyrir Forest. Það er lykillinn að því að fá símtalið frá landsliðinu. Þegar ég stend mig inni á vellinum kemur hitt sjálfkrafa."
Hvernig lýst Lingard á mótið?
„Brasilíumenn virka sterkir, Frakkarnir og fleiri lið líka. Núna snýst þetta enn meira um að hafa trúna. Ég tel að England hafi meiri trú en á síðasta HM, þegar ég var með. Ég tel að liðið hafi sjálfstraustið til að vinna mótið. Fótboltinn er að koma heim," segir Lingard léttur.
Athugasemdir