Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. janúar 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Líklega búið hjá Ndombele - Bergwijn verður seldur
Stuðningsmenn bauluðu á Tanguy Ndombele er honum var skipt af velli
Stuðningsmenn bauluðu á Tanguy Ndombele er honum var skipt af velli
Mynd: Getty Images
Steven Bergwijn má fara
Steven Bergwijn má fara
Mynd: Getty Images
Tanguy Ndombele og Steven Bergwijn, leikmenn Tottenham Hotspur, verða að öllum líkindum látnir fara frá félaginu í þessum mánuði.

Ndombele hefur lítið komið við sögu síðan Antonio Conte tók við Tottenham.

Hann hefur fengið 80 mínútur í deildinni í þremur leikjum og þá einungis spilað í Sambandsdeildinni og bikarkeppnunum. Franski miðjumaðurinn byrjaði í 3-1 sigrinum á Morecambe um helgina en stuðningsmenn bauluðu á hann þegar hann gekk af velli.

Frammistaða hans var slök og telur Sky Sports að ævintýri hans hjá Tottenham sé lokið. Jose Mourinho vill fá hann Roma en félagið vill þó aðeins fá hann á láni.

Ndombele er samningsbundinn til 2025 og kostaði Tottenham 55 milljónir punda.

Bergwijn má fara

Hollenski vængmaðurinn Steven Bergwijn er þá leikmaður sem Tottenham ætlar að selja. Fabrizio Romano, einn helsti félagaskiptasérfræðingurinn í boltanum,

Hann hefur spilað 574 mínútur í þrettán leikjum á þessu tímabili en hann byrjaði fyrstu þrjá leikina undir Nuno Espirito Santo áður en hann meiddist á ökkla.

Bergwijn hefur ekki átt gjaldgengt í liðið síðan Conte tók við og aðeins spilað 100 mínútur fyrir hann.

Ajax er búið að leggja fram tilboð í Bergwijn en Tottenham er ekki búið að samþykkja tilboðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner