Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 23:27
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmót kvenna: Víkingur skoraði sjö gegn Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 7 - 0 Fjölnir
Freyja Stefánsdóttir (3)
Linda Líf Boama
Dagný Rún Pétursdóttir
Jóhanna Elín Halldórsdóttir
Arna Ísold Stefánsdóttir

Ungt lið Víkings R. mætti til leiks í fyrstu umferð Reykjavíkurmóts kvenna og gjörsamlega rúllaði yfir Fjölni í B-riðli.

Freyja Stefánsdóttir, fædd 2007, var atkvæðamest í sjö marka sigri þar sem hún skoraði þrennu.

Linda Líf Boama, Dagný Rún Pétursdóttir, Jóhanna Elín Halldórsdóttir og Arna Ísold Stefánsdóttir skiptu hinum fjórum mörkunum á milli sín, þar sem Jóhanna og Arna voru að skora í sínum fyrsta skráða leik fyrir meistaraflokk Víkings.

7-0 stórsigur Víkings staðreynd en það fór einnig annar leikur fram í kvöld þegar Fylkir spilaði við Stjörnuna/Álftanes, en upplýsingar eiga eftir að berast úr þeirri viðureign.
Athugasemdir
banner
banner
banner