Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 11:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ungur leikmaður Þórs æfir með belgísku úrvalsdeildarfélagi
Lengjudeildin
Einar Freyr Halldórsson.
Einar Freyr Halldórsson.
Mynd: Þór
Þórsarinn Einar Freyr Halldórsson dvelur nú í Belgíu þar sem hann æfir með og skoðar aðstæður hjá belgíska úrvalsdeildarliðinu Westerlo.

Þetta kemur fram á Thorsport.is.

Einar, sem er 16 ára gamall miðjumaður, steig sín fyrstu skref með meistaraflokki Þórs síðasta sumar þegar hann spilaði sex leiki í Lengjudeildinni.

Einnig hefur Einar leikið fjórtán leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hann æfir og spilar æfingaleiki með U21 og U23 ára liði Westerlo og er um að ræða vikudvöl.

„Við óskum Einari til hamingju með þetta flotta tækifæri og góðs gengis ytra," segir í tilkynningu Þórsara.
Athugasemdir
banner
banner