Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 10. febrúar 2021 09:26
Elvar Geir Magnússon
Conte sýndi fyrrum yfirmanni sínum puttann
Juventus komst í úrslitaleik ítalska bikarsins eftir markalaust jafntefli við Inter í gær en Juve vann fyrri viðureign liðanna 2-1.

Það gekk ýmislegt á utan vallar meðan á leik stóð en Antonio Conte, stjóri Inter, kallaði eftir því í viðtölum eftir leik að Juventus myndi sína Inter meiri virðingu

Það náðist á myndband þegar Conte sýndi forseta Juventus, Andrea Agnelli, miðjufingurinn í hálfleik. Conte er fyrrum leikmaður og stjóri Juventus og var reiður út í gamla yfirmann sinn í gær.

Agnelli á að hafa öskrað „fokk off" á Conte eftir leikinn og sagt er að rifrildið hafi haldið áfram í göngunum.

Conte vildi ekki fara út í það hvað gekk á þegar hann var spurður eftir leik.

„Þeir ættu að sýna meiri kurteisi, það er mín skoðun. Það þarf íþróttamannslegri framkomu og virðingu," sagði Conte pirraður eftir leik.

Þegar Conte var beðinn um að útskýra þetta nánar sagðist hann ekki hafa löngun til að tjá sig meira.


Athugasemdir
banner