Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 10. maí 2021 09:30
Victor Pálsson
Ramsey talar um tvö pirrandi ár hjá Juventus
Mynd: Getty Images
Aaron Ramsey hefur upplifað 'pirrandi tíma' hjá Juventus en hann samdi við félagið frá Arsenal árið 2019.

Ramsey gekk frítt í raðir Juventus frá Arsenal en hann lék með enska liðinu í 11 ár og gerði samning til 2023 á Ítalíu.

Welski landsliðsmaðurinn hefur ekki alltaf verið fyrsti maður á blað á Ítalíu og hafa meiðsli ekki hjálpað til í þeim málum.

„Þessi síðustu tvö ár hafa verið ansi pirrandi fyrir mig, ég hef meiðst lítillega og ekki náð að komast í mitt besta stand," sagði Ramsey.

„Þetta hefur verið skrítinn tími í heild sinni sem hjálpar ekki. Ég kom meiddur til Juventus og reyndi að ná bata þegar heimsfaraldurinn fór af stað og við byrjuðum upp á nýtt."

„Það hefur verið erfitt að ná stöðugleika og það hefur haft áhrif á landsliðsferilinn."
Athugasemdir
banner
banner