Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 10. maí 2022 19:59
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Betis neitar að gefa sig í baráttunni um Meistaradeildarsæti
Real Betis skoraði þrjú
Real Betis skoraði þrjú
Mynd: EPA
Real Betis vann öruggan 3-0 sigur á Valencia í spænsku deildinni í dag og er liðið enn með í baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu.

Liðin skiptust á færum í fyrri hálfleiknum en vantaði þó upp á herslumuninn og því markalaust þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Willian Jose kom Betis á bragðið á 57. mínútu eftir sendingu frá Sergio Canales áður en spænski miðjumaðurinn tvöfaldaði sjálfur forystuna undir lok leiks. Borja Iglesias gerði svo þriðja og seinasta mark leiksins í uppbótartíma.

Betis er með 61 stig, þremur stigum minna en Atlético Madríd sem er í 4. sætinu. Atlético á leik til góða en Betis ætlar ekki að gefa sig í baráttunni um Meistaradeildarsætið.

Granada vann á meðan gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Athletic Bilbao. Granada hefur verið að þvælast í fallbaráttupakkanum í vetur en tókst að vinna Athletic í dag með sigurmarki frá Alex Collado á 35. mínútu.

Athletic lék manni færri síðustu fimm mínúturnar eftir að Mikel Vesga var rekinn af velli. Luis Suarez kom boltanum í netið fyrir Granada í uppbótartíma en var dæmt af vegna rangstöðu eftir nánari skoðun í VAR. Granada er með 37 stig í 16. sæti deildarinnar og nú fimm stigum frá fallsæti þegar liðið á tvo leiki eftir.

Úrslit og markaskorarar:

Granada CF 1 - 0 Athletic
1-0 Alex Collado ('35 )
Rautt spjald: Mikel Vesga, Athletic ('85)

Valencia 0 - 3 Betis
0-1 Willian Jose ('57 )
0-2 Sergio Canales ('87 )
0-3 Borja Iglesias ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner