mið 10. júlí 2019 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin í dag - Valur fær Maribor í heimsókn
Hvað gera Valsarar í kvöld?
Hvað gera Valsarar í kvöld?
Mynd: Hulda Margrét
1. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar er hafin og heldur áfram í dag með átta leikjum. Fyrri viðureignir liðanna eru leiknar í þessari viku og þær seinni í næstu viku.

BATE, lið Willums Þórs Willumssonar, tekur á móti Piast Gliwice í Hvíta-Rússlandi. Willum hefur verið inn og út úr liðinu hjá BATE og spennandi að sjá hvort hann fær mínútur í kvöld.

Leikurinn sem allt snýst um í dag er viðureign Vals og Maribor frá Slóveníu.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 á Origo vellinum og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net sem og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Valur hefur verið að bæta sína spilamennsku talsvert undanfarið og hefur t.a.m. unnið síðustu þrjá deildarleiki sína.

Patrick Pedersen er aftur kominn til Valsara og byrjaði á því að skora og leggja upp tvö mörk í fyrsta leik sínum með Val í síðustu viku.

Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Maribor næsta miðvikudag.

Meistaradeild UEFA - karlar - Evrópukeppni
15:30 Partizani (Albanía) - Qarabag (Aserbaídsjan)
17:00 Sheriff (Moldavía) - Saburtalo (Georgía)
17:00 BATE (Hvíta-Rússland) - Piast Gliwice (Pólland)
18:00 Ferencvaros (Ungverjaland) - Ludogorets (Búlgaría)
18:15 Slovan (Slóvakía) - Sutjeska Niksic (Svarftjallaland)
18:45 Linfield FC (Norður Írland) - Rosenborg (Noregur)
18:45 Dundalk (Írland) - Riga (Lettland)
20:00 Valur - Maribor (Slóvenía)
Athugasemdir
banner