„Það verða breytingar á liðinu en við þurfum líka bara að fá ferska fætur inn. Ég hef trú á hópnum og ég verð að sýna það. Það er stuttur tími á milli leikja og við þurfum ferska fætur inn í liðið. Það er gott að nota hópinn. Það eru leikmenn staðráðnir í að koma inn. Þið munuð sjá breytingar á liðinu," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag.
Eftir vonbrigðin í Lúxemborg þá reima leikmenn Íslands aftur á sig takkaskóna annað kvöld er þeir mæta Bosníu á Laugardalsvelli. En hvernig verður byrjunarliðið í þeim leik?
Eftir vonbrigðin í Lúxemborg þá reima leikmenn Íslands aftur á sig takkaskóna annað kvöld er þeir mæta Bosníu á Laugardalsvelli. En hvernig verður byrjunarliðið í þeim leik?
Við spáum því að Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, muni gera þrjár breytingar frá tapinu slæma í Lúxemborg.
Hörður Björgvin Magnússon er í leikbanni og Hjörtur Hermannsson er líklegur til þess að koma inn í hjarta varnarinnar í staðinn fyrir hann. Þá spáum við því að Alfons Sampsted fái tækifæri til að sýna sig á Laugardalsvelli og komi inn í liðið fyrir Valgeir Lunddal.
Willum Þór Willumsson snýr þá aftur úr leikbanni og hann kemur líklega inn í liðið fyrir Sævar Atla Magnússon.
Leikur Íslands og Bosníu er á Laugardalsvelli á morgun klukkan 18:45.
Athugasemdir