Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 10. október 2020 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Todor að hætta í fótbolta - Fer í yngri flokka þjálfun hjá ÍBV
Todor í leik  með Einherja.
Todor í leik með Einherja.
Mynd: Jósep H Jósepsson
Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr Football, sagði frá því á Twitter í gær að Búlgarinn Todor Hristov væri að yfirgefa Einherja.

Todor kom fyrst hingað til lands 2014 og spilaði með Víkingum í efstu deild. Árið eftir fór hann til Einherja á Vopnarfirði og þar hefur hann spilað til dagsins í dag.

Núna er hann að leggja skóna á hilluna og mun hann halda til Vestmannaeyja.

„Maðurinn sem Milos fékk til Íslands en endaði í Einherja og var vel loyal þrátt fyrir áhuga liða í efri deildum, Todor Hristov, er að leggja skóna á hilluna 33 ára og taka við yngri flokkum ÍBV. Ef honum kítlar í tærnar í vetur mun hann nýtast ÍBV," skrifaði Hrafnkell á Twitter.

Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, er ánægður að fá Todor. „Mikil ánægja með að hann sé að koma til okkar," skrifar Daníel á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner