Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 10. desember 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
O'Neil ekki smeykur um að missa starfið
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Gary O'Neil, þjálfari Wolves, var ekki sáttur eftir 2-1 tap á útivelli gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Hann var sáttur með frammistöðu lærisveina sinna og kenndi dómarateyminu um tapið. Hann rökstuddi sitt mál og var svo spurður hvort hann væri smeykur um að vera rekinn úr þjálfarastólnum hjá Wolves eftir tapið.

„Stjórnendur Wolves hafa sýnt mér stuðning en ég skil að stuðningsmenn eru ósáttir. Þeir vilja sjá liðið sitt vinna fótboltaleiki. Ég skil að þetta er mitt lið og ég verð að taka ábyrgð á slöku gengi," sagði O'Neil og hélt svo áfram.

„En við megum ekki gleyma því að þegar ég kom til félagsins var liðið nýbúið að sleppa við fall úr úrvalsdeildinni með 39 stig. Síðan þá hefur félagið selt leikmenn fyrir 200 milljónir punda. Við höfum selt leikmenn á borð við Rúben Neves, Joao Moutinho, Adama Traore, Diego Costa, Raúl Jimenez, Max Kilman og Pedro Neto frá félaginu og erum aðallega búnir að kaupa unga leikmenn í staðinn með enga reynslu úr enska boltanum. Þeir þurfa mikinn tíma til aðlögunar.

„Ég er ekki smeykur um að missa starfið mitt sem þjálfari Wolves. Ég er aðallega stoltur af leikmönnunum sem hafa verið að gera sitt besta í haust. Þeir voru góðir í kvöld og óheppnir að fá ekki eitthvað úr þessum leik. Ég horfði á Leicester City sigra gegn West Ham í miðri viku og það var allt öðruvísi leikur heldur en í kvöld. West Ham sótti án afláts í þeim leik en einhvern veginn tókst Leicester að sigra þrátt fyrir að fá 30 skot á sig."


O'Neil var ósáttur með dómgæsluna og sagðist eiga eftir að ræða betur við dómarateymið til að fá útskýringar á dómgæslunni á lykilstundum.

„Það hjálpar okkur ekki núna en ég á eftir að ræða við dómarana til að reyna að skilja ákvarðanatökuna þeirra. Ég er stoltur af strákunum og það sést langar leiðir að við erum allir á sömu blaðsíðu. Leikmennirnir skilja að þetta mun vera erfitt tímabil en eru staðráðnir í því að forðast fall. Við erum kannski ekki að spila nægilega vel sem stendur en það er nóg eftir af tímabilinu."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 23 17 5 1 56 21 +35 56
2 Arsenal 24 14 8 2 49 22 +27 50
3 Nott. Forest 24 14 5 5 40 27 +13 47
4 Chelsea 24 12 7 5 47 31 +16 43
5 Man City 24 12 5 7 48 35 +13 41
6 Newcastle 24 12 5 7 42 29 +13 41
7 Bournemouth 24 11 7 6 41 28 +13 40
8 Aston Villa 24 10 7 7 34 37 -3 37
9 Fulham 24 9 9 6 36 32 +4 36
10 Brighton 24 8 10 6 35 38 -3 34
11 Brentford 24 9 4 11 42 42 0 31
12 Crystal Palace 24 7 9 8 28 30 -2 30
13 Man Utd 24 8 5 11 28 34 -6 29
14 Tottenham 24 8 3 13 48 37 +11 27
15 West Ham 24 7 6 11 29 46 -17 27
16 Everton 23 6 8 9 23 28 -5 26
17 Wolves 24 5 4 15 34 52 -18 19
18 Leicester 24 4 5 15 25 53 -28 17
19 Ipswich Town 24 3 7 14 22 49 -27 16
20 Southampton 24 2 3 19 18 54 -36 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner