Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 11. janúar 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Júlíus Óli í Þrótt V. (Staðfest)
Júlíus Óli Stefánsson
Júlíus Óli Stefánsson
Mynd: Þróttur Vogum
Þróttur V. hefur fengið til sín Júlíus Óla Stefánsson frá Fjarðabyggð en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í Fótbolta.net mótinu í 4-1 sigrinum á Haukum í gær.

Júlíus, sem er fæddur árið 1998, er uppalinn hjá Fjarðabyggð en fór í Breiðablik ungur að árum. Hann spilaði upp yngri flokka þar áður en hann fór í Augnablik árið 2018.

Hann spilaði sex leiki í 2. deildinni á síðasta tímabili en hann lék fjóra með Selfoss og tvo með Fjarðabyggð.

Júlíus hefur nú samið við Þrótt V. og lék hann í sigrinum á Haukum í gær.

Þetta var fyrsti leikur liðsins í B-deild Fótbolta.net mótsins.

Brynjar Gestsson tók við Þrótturum eftir síðasta tímabil og er Andrew Pew spilandi aðstoðarþjálfari en liðið leikur í 2. deild.
Athugasemdir
banner
banner