Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. janúar 2022 11:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki í höndum Salah - „Er ekki að biðja um eitthvað brjálað"
Mynd: EPA
Mo Salah verður samningslaus hjá Liverpool sumarið 2023 og eins og frægt er orðið gengur hægt að ganga frá nýjum samningi við hann.

Salah var seinni hluta síðasta árs besti leikmaður heimsins og kom að marki nánast í hverjum leik. Hann verður þrítugur næsta sumar.

Hann er núna með Egyptalandi á Afríkumótinu og spilar sinn fyrsta leik í dag gegn Nígeríu.

„Ég vil vera áfram hjá Liverpool, en þett er ekki í mínum höndum, þetta er í hödnum félagsins. Þeir hjá félaginu vita hvað ég vil. Ég er ekki að biðja um eitthvað brjálað," sagði Salah við GQ tímaritið.

„Ég hef verið í fimm ár hjá félaginu, þekki félagið vel. Ég elska stuðningsmenn og þeir elska mig. Stjórnin veit hvernig staðan er og þetta er í þeirra höndum."

Hann var spurður hvort að möguleikinn á að vinna Ballon d'Or verðlaunin vær auka spark í rassinn. „Auðvitað, ég get ekki logið og segja að ég hugsi ekki um það því að ég hugsa um það. Ég vil vera besti leikmaður í heimi. En lífið mitt verður gott jafnvel þó ég fái ekki þá nafnbót. Lífið mitt er fítn, allt er í lagi," sagði Salah.
Athugasemdir
banner
banner