Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. febrúar 2021 16:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Oliver lék sinn fyrsta leik í tvö ár - Lítur upp til Jóns Guðna
Með fyrirliðabandið í U17 ára landsliðinu.
Með fyrirliðabandið í U17 ára landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Jón Guðni Fjóluson
Jón Guðni Fjóluson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Stefánsson lék sinn fyrsta leik í mjög langan tíma þegar hann kom inn á í æfingaleik með IFK Norrköping í dag. Andstæðingurinn var annað lið í Allsvenskan, Hammarby.

Oliver lék síðasta hálftímann í leiknum og eru það hans fyrstu mínútur frá því á undirbúningstímabilinu 2019. Lokatölur í leiknum í dag voru 1-1 en í byrjunarliði Hammarby var Jón Guðni Fjóluson sem gekk í raðir félagsins eftir síðasta tímabil. Ísak Bergmann Jóhannesson lék ekki með Norrköping vegna veikinda.

Lestu um Oliver:
„Ef þú vilt eitthvað nógu mikið þá gerir þú allt sem í þínu valdi stendur" (19. nóv '20)
Oliver þurfti sjö vikna endurhæfingu til að ná sér (24. jan)

Fótbolti.net heyrði stuttlega í Oliver eftir leikinn í dag. „Þetta er bara geggjað, man ekki hvenar ég spilaði leik síðast og ekki verra að gera það á móti svona sterku liði eins og Hammarby," sagði Oliver.

Er skrokkurinn góður?
„Hann er mjög flottur, fann ekkert til í mjöðminni sem er sigur fyrir mig. Núna er það að halda áfram að styrkja allt í kring og halda mér frá þessum meiðslum eins lengi og hægt er."

Í hvaða stöðu lékstu í leiknum?
„Ég hef æft allt undirbúningstimabilið sem vinstri hafsent í þriggja manna vörn til að nýta vinstri löppina mína."

Hvenær lékstu þína síðustu leiki?
„Ég lék nokkra æfingaleiki þegar ég kom hingað sextán ára frá ÍA árið 2019. Þetta er fyrsti leikur síðan, sá fyrsti í langan tíma eftir leiðinleg meiðsli."

Eitthvað að lokum?
„Það var ekki verra að mæta einum af þeim leikmönnum sem maður lítur upp til í fyrsta leik í þessum fyrsta leik eftir langa fjarveru. Við Jón Guðni erum ekki ólíkir leikmenn þegar ég ber okkur saman, svona svipaðir leikmenn á pappír. Hann er hávaxinn vinstri fótar hafsent eins og ég."

„Hann gerði það hrikalega gott með IFK Norrkoping fyrir nokkrum árum og vill maður auðvitað læra af honum þar sem við spilum mjög svipaða stöðu. Ég hef ekki heyrt annað en gott af honum frá fólkinu í Norrköping frá hans tíma þar,"
sagði Oliver.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner