Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 24. janúar 2021 15:10
Ívan Guðjón Baldursson
Oliver þurfti sjö vikna endurhæfingu til að ná sér
Mynd: OS
Miðvörðurinn efnilegi Oliver Stefánsson sem er samningsbundinn Norrköping í Svíþjóð er loksins búinn að ná sér eftir erfið nárameiðsli.

Oliver hafði reynt ýmislegt til að losna við meiðslin en sænskir fjölmiðlar greina frá því að það hafi loks tekist eftir að hann fór í sjö vikna endurhæfingu.

Oliver fór til sérfræðings í Halmstad og starfaði með honum í næstum tvo mánuði. Táningurinn bjó á hóteli meðan hann dvaldist í Halmstad.

Oliver er fæddur 2002 og uppalinn hjá ÍA á Akranesi. Hann á einn leik að baki fyrir meistaraflokk ÍA, sá kom í Inkasso-deildinni sumarið 2018.

Það verður áhugavert að fylgjast með þróun Olivers hjá Norrköping en þar eru tveir aðrir Íslendingar á hans aldri. Finnur Tómas Pálmason, fyrrum leikmaður KR, er einnig hjá félaginu auk Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, sem er þegar kominn með sæti í byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner