Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. apríl 2021 18:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
McTominay: Skulduðum Tottenham alvöru leik
Scott McTominay.
Scott McTominay.
Mynd: Getty Images
„Skilaboðin voru skýr í hálfleik: við þurftum að halda ró okkar, það var engin ástæða til að örvænta," sagði miðjumaðurinn Scott McTominay eftir sigur Manchester United gegn Tottenham í dag.

United var 1-0 undir í hálfleik en kom til baka og vann leikinn með þremur mörkum gegn einu.

„Stundum er fótboltinn svona. Við vorum ekki góðir fyrstu 30 mínúturnar en við vorum með yfirburði í seinni hálfleik."

McTominay segir að dómarinn hafi gert mistök þegar hann tók mark af Man Utd í fyrri hálfleik. Edinson Cavani skoraði en markið var dæmt af þar sem McTominay var dæmdur brotlegur í aðdragandanum.

„Það var algjört óréttlæti en þú verður bara að halda áfram. Það er mjög gott að ná í þrjú stig úr mjög erfiðum leik."

„Við skulduðum Tottenham alvöru leik og þetta var miklu betra en síðast," sagði McTominay en United tapaði 6-1 gegn Spurs fyrr á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner