Barcelona vann 3-2 sigur gegn PSG í París í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Börsungar tefldu fram tveimur táningum í byrjunarliði sínu og urðu þeir yngstu leikmenn sem spilað hafa í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Vængmaðurinn Lamine Yamal spilaði 16 ára og 272 daga og varnarmaðurinn Pau Cubarsí 17 ára og 79 daga.
„Þeir og aðrir ungir leikmenn Barcelona voru stórkostlegir. Þeir fengu aðstoð frá reynsluboltanum en stundum þarftu óttaleysi leikmanna eins og Cubarsi og Yamal. Það er ekki fræðilegur möguleiki að ég hefði getað skilað svona frammistöðu 16 eða 17 ára," sagði Rio Ferdinand sérfræðingur TNT Sports.
Vængmaðurinn Lamine Yamal spilaði 16 ára og 272 daga og varnarmaðurinn Pau Cubarsí 17 ára og 79 daga.
„Þeir og aðrir ungir leikmenn Barcelona voru stórkostlegir. Þeir fengu aðstoð frá reynsluboltanum en stundum þarftu óttaleysi leikmanna eins og Cubarsi og Yamal. Það er ekki fræðilegur möguleiki að ég hefði getað skilað svona frammistöðu 16 eða 17 ára," sagði Rio Ferdinand sérfræðingur TNT Sports.
Aldrei áður hefur byrjunarlið á þessu stigi keppninnar innihaldið fleiri en einn leikmann undir 18 ára aldri.
Miðvörðurinn Cubarsí lék allan leikinn og átti fleiri sendingar (54) en nokkur af liðsfélögum sínum. Þá átti hann fjórar hreinsanir og virtist ekkert hræddur við Kylian Mbappe sem átti rólegt kvöld.
Enginn leikmaður Barca kláraði fleiri knattrök (dribbles) en Yamal en hann lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Raphinha.
Fleiri ungir leikmenn Barcelona létu að sér kveða í leiknum, Fermin Lopez (20) og Pedri (21) komu báðir inn af bekknum í seinni hálfleik.
Athugasemdir