Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. maí 2022 21:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta tímabil Emils staðreynd eftir bara fimm leiki
Emil fagnar marki sínu í kvöld.
Emil fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Emil Atlason hefur farið stórkostlega af stað á þessari leiktíð með Stjörnunni.

Hann skoraði í kvöld þegar Stjarnan tapaði naumlega gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Stjarnan

Það er hægt að segja það að Emil sé að eiga sitt besta tímabil á ferlinum þrátt fyrir að Stjarnan sé aðeins búin að leika fimm leiki í Bestu deildinni.

Emil er nefnilega búinn að skora sex mörk og er markahæstur í deildinni ásamt Ísaki Snæ Þorvaldssyni. Emil hefur aldrei á ferli sínum skorað eins mörg mörk á einu tímabili í efstu deild.

Besti árangur hans fyrir þessa leiktíð var fyrir tíu árum síðan þegar hann skoraði fimm mörk í 16 leikjum með KR.

Hann hefur verið óheppinn með meiðsli á þessari leiktíð, en það er vonandi að hann haldist heill í gegnum þetta tímabil. Ef hann gerir það, hver veit nema hann bæti markamet deildarinnar?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner