Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 11. september 2017 09:30
Elvar Geir Magnússon
Hodgson og Stóri Sam orðaðir við Palace
Powerade
Hodgson í Hreiðrinu í Nice þegar England tapaði gegn Íslandi.
Hodgson í Hreiðrinu í Nice þegar England tapaði gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er United að geyma sjöuna fyrir Griezmann.
Er United að geyma sjöuna fyrir Griezmann.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan mánudag. Slúðurpakkinn er mættur en BBC tók saman það bitastæðasta. Njótið.

Roy Hodgson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, er talinn líklegastur til að taka við Crystal Palace ef Hollendingurinn Frank de Boer verður rekinn. (Daily Mirror)

Stóri Sam Allardyce er einnig orðaður við endurkomu til Palace ef Boer fer. (Daily Mail)

Manchester United heldur treyju númer sjö lausri fyrir Antoine Griezmann (26) sem félagið trúir að það geti fengið frá Atletico Madrid á endanum fyrir 100 milljónir punda. (Daily Star)

Chelsea er tilbúið að berjast við Barcelona um að tryggja sér Atakan Akkaynak (18), miðjumann Bayer Leverkusen. (Daily Express)

West Ham telur að Maurizio Sarri, þjálfari Napoli, sé rétti maðurinn til að koma í staðinn fyrir Slaven Bilic. (Sunday Express)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, telur að ákvörðun Neymar (25) að fara til Paris St-Germain hafi verið byggð á peningum en ekki metnaði. Hann segir að ákvörðunin sýni að Brasilíumaðurinn vilji ekki spila með bestu liðsfélögunum. (BeIn Sports)

Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, mun nota markaðskraft félagsins til að reyna að lokka Gareth Bale (28) og Antoine Griezmann (26) til félagsins frá Madríd næsta sumar.(Manchester Evening News)

Mark Hughes, stjóri Stoke, gæti fengið sekt fyrir að ýta við Jose Mourinho á hliðarlínunni í jafnteflinu gegn Manchester United á laugardag. (The Times)

Stefan Effenberg, goðsögn Bayern München, telur að Þýskalandsmeistararnir ættu að íhuga að selja Robert Lewandowski efir að sóknarmaðurinn gagnrýndi hugmyndafræði félagsins í fjölmiðlum. (t-online.de)

Pep Guardiola er brjálaður út í Vincent Kompany (31) eftir að hann lék heilan leik með Belgíu þrátt fyrir að hafa meiðst á kálfa í leiknum. (Daily Mirror)

Guardiola vill fá varnarmanninn Toby Alderweireld (28) frá Tottenham til að fylla skarð Kompany til frambúðar. (Sun on Sunday)

Danny Ings hjá Liverpool náði ekki að klára 90 mínútur fyrir U23 lið félagsins. Þessi 25 ára sóknarmaður hefur verið að glíma við erfið hnémeiðsli síðustu tvö tímabil. (The Sun)

Luis Enrique, fyrrum stjóri Barcelona, gæti snúið aftur til starfa í janúar með kínverska félaginu Shanghai Shenhua. Hann tekur þá við af Gustavo Poyet. (TMW)

Carlo Ancelotti gæti yfirgefið Bayern München í janúar. Þetta segir Mario Basler, fyrrum leikmaður félagsins. Hann heldur því fram að Ancelotti hafi gert samkomulag við félag í Kína. (Sport1)

Chris Hughton, stjóri Brighton, segir að félagið þurfi að kaupa annan sóknarmann. (Daily Mail)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vorkennir stuðningsmönnum Arsenal og skilur ekki hvernig Arsene Wenger sé enn stjóri félagsins. Þetta segir sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan. (Daily Mail)

Vængmaðurinn Wilfried Zaha kallar eftir því að Crystal Palace standi saman. Pressan á stjórann Frank de Boer magnast upp. (Twitter)

Jamie Redknapp, fyrrum miðjumaður Liverpool, segir að sjálfstraust Renato Sanches (20) virðist vera í tætlum eftir fyrsta leik portúgalska miðjumannsins með Swansea. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner