
Fimmtánda umferðin í Bestu deild kvenna hefst á eftir. Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir, spáir í leikina sem framundan eru.
Selfoss 1 - 2 Stjarnan (16:15 í dag)
Verður jafn leikur í sólinni á Selfossi í dag, Selfoss mun komast yfir snemma leiks með marki frá Brennu en svo tekur Stjarnan öll völd á leiknum og mun að lokum skora 2 mörk og vinna leikinn 2-1. Máfríður Erna mun setja eitt mark úr föstu leikatriði og Katrín Ásbjörns setur sigurmarkið fyrir Stjörnuna.
Þróttur 2 - 0 Keflavík (19:15 á morgun)
Þróttur er á góðu róli og er að spila virkilega skemmtilegan fótbolta og eru á frábærum stað í töflunni og vilja gera allt sem þær geta til að nálgast annað sætið í deildinni. Þetta verður góður dagur í dalnum fyrir Þróttara, Ólöf Sigríður verður allt í öllu í sóknarleik Þróttara í dag og munu þær sigra 2-0, maður leiksins mun þó vera Murphy markmaður Keflavíkur sem mun koma í veg fyrir að sigur Þróttara verði ekki stærri.
Afturelding 2 - 1 KR (19:15 á þriðjudag)
Alvöru botnbaráttu slagur í Mosó á þriðjudag, Afturelding hefur verið að spila mun betur en KR í sumar. Varnaleikur KR hefur verið slakur í sumar og held það verði engin breyting þar á og tel að Afturelding verði betri aðilinn í þessum leik og vinni 2-1, nái í þrjú mjög mikilvæg stig sem gefur þeim von um að geta haldið sig uppi í deild þeirra bestu.
Valur 1 - 1 Breiðablik (19:15 á þriðjudag)
Hörku leikur á Hlíðarenda, munar sex stigum á liðunum og því verður ekki eins mikið undir í þessum leik eins og hefur verið undanfarin ár, aftur á móti verður Breiðablik að sækja til sigurs ef þær ælta að eiga smá von að eiga möguleika á titlinum. Leikurinn verður jafn en ekki mikið um færi, Valur mun skora úr föstu leikatriði eins og í fyrri leik liðanna en Breiðablik mun jafna eftir góða skyndisókn. Mist mun skora mark Vals og Aglamaría sér um að jafna fyrir Blika. Breiðablik mun gera allt sem þær geta til að ná í sigurmarkið en það mun ekki takast og liðin munu þurfa að sætta sig við sitthvort stigið.
Þór/KA 1 - 3 ÍBV (16:45 á miðvikudag)
Verður hörku leikur á Akureyri, ÍBV verður þó sterkari aðilinn og mun vinna þægilegan sigur á Akureyri. Kristín Erna og Olga munu sjá um að skora mörkin fyrir eyjakonur og Sandra María Jessen mun setja eitt mark fyrir þær svartklæddu. Þór/KA mun því vera í fallbaráttu áfram.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir