Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mán 11. september 2023 13:05
Elvar Geir Magnússon
Vanmetnasti þjálfari á Íslandi?
Lengjudeildin
Dragan Stojanovic.
Dragan Stojanovic.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég ætla að byrja á því að hrósa Dragan Stojanovic. Ógeðslega klókur þjálfari sem veit hvað hann er að gera og kann þetta allt. Hann hefur þjálfað í mörg ár og er með skýrt plan," segir Baldvin Már Borgarsson í Innkastinu þar sem rætt var um það afrek Dalvíkur/Reynis að vinna 2. deildina og komast upp í Lengjudeildina.

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net talaði Tómas Þór Þórðarson um Dragan sem einn vanmetnasta þjálfara landsins og Baldvin tekur undir það. Dragan hefur þjálfað Fjarðabyggð, Þór Akureyri, Völsung, kvennalið Þórs/KA og KF á sínum ferlinum.

„Dalvík/Reynir er ekki flugeldasýningalið en þeir kunna þetta og vita hvað þeir þurfa að gera. Þeir skila því sem þarf í hvern og einn leik. Dragan stendur fastur á sínu og það kemst enginn upp með neitt kjaftæði, hann er með þennan serbneska aga og leggur leikina upp eins og hentar hverju sinni," segir Baldvin.

Fyrir tímabilið fékk Dalvík/Reynir til sín Áka Sölvason að nýju en hann lék með Völsungi á síðasta tímabili. Baldvin segir að það hafi verið lykilatriði í árangri liðsins.

„Áki er tengdasonur formannsins. Það var guðsgjöf fyrir Dalvík/Reyni því hann er geggjaður leikmaður í þessa deild og hefur raðað inn mörkum og stoðsendingum. Dalvík strögglaði í byrjun móts þegar hann var meiddur en liðið hefur verið á skriði síðan hann kom til baka."

Baldvin talar um að Dalvík/Reynir hafi komið sér bakdyramegin inn í toppbaráttuna en í þættinum var einnig rætt um aðstöðuna á Dalvík og burði liðsins til að gera gott mót í Lengjudeildinni á næsta tímabili.
Innkastið - Mikið í húfi fyrir lokaumferð Lengjudeildarinnar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner