mán 11. október 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ísak hefði verið flottur hérna á morgun"
Gott fyrir U19 að hafa Kristian og Hákon
Icelandair
Ísak Bergmann skoraði mark Íslands gegn Armeníu á föstudag.
Ísak Bergmann skoraði mark Íslands gegn Armeníu á föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Nökkvi með U19 liðinu í Slóveníu.
Kristian Nökkvi með U19 liðinu í Slóveníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Hákon Arnar í leik með U19 í Slóveníu.
Hákon Arnar í leik með U19 í Slóveníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Á föstudag kom upp sú staða að Ísak Bergmann Jóhannesson fékk gult spjald með A-landsliðinu og er í leikbanni í kvöld. Einhverjar vangaveltur voru um það hvort Ísak, sem fæddur er árið 2003, myndi spila með U21 á morgun en ákveðið var að gera það ekki.

Íslenska U21 árs landsliðið mætir Portúgal í undankeppni EM á Víkingsvelli á morgun.

„Það kom til greina. Við ræddum það við Davíð Snorra (U21 landsliðsþjálfara). Við tókum þá ákvörðun að það væri ekki rétta skrefið fyrir Ísak akkúrat núna. Það hefði verið mjög gott fyrir U21 landsliðið, en ég taldi að það væri ekki rétt fyrir leikmanninn sjálfan. Stundum eru leikmenn komnir lengra en U21 liðið," sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson á fréttamannafundi í gær.

Sjá einnig:
Ekki rétt fyrir Ísak að fara í U21 landsliðið

Fótbolti.net ræddi við Davíð Snorra um þessa þrjá leikmenn í viðtali í dag. Arnar sagði í gær að það væri ekki rétt fyrir Ísak að spila með U21 í þessum leik. Hvað finnst þér um það?

„Ég hefði að sjálfsögðu viljað hafa Ísak. Við þurfum aftur á móti að horfa aðeins lengra fram í tímann, það eru margir ungir leikmenn að stíga hratt upp í A-landsliðið og við reynum í samvinnu að gera það þannig að leikmenn njóti sín og horfum til framtíðar íslensks landsliðsfótbolta," sagði Davíð.

Það eru margir öflugir leikmenn í portúgalska liðinu, leikmenn sem eiga leiki í ensku úrvalsdeildinni sem dæmi. Hefði ekki verið gott fyrir Ísak að máta sig gegn þeim?

„Ísak hefði verið flottur hérna á morgun en hann er ekki hérna. Ég get lofað þér því að við erum með fullt af flottum strákum sem eru klárir í slaginn."

Gott fyrir U19 ef liðið fær fleiri leiki
Þeir Kristian Nökkvi Hlynsson og Hákon Arnar Haraldsson léku vel í september með U21 en eru nú með U19 landsliðinu sem er í verkefni í Slóveníu.

Af hverju eru Kristian Nökkvi og Hákon Arnar ekki í hópnum?

„Við erum með leikmenn sem fara upp á milli [lands]liða og fyrir hvern glugga þurfum við að taka ákvörðun. Við þurfum fleiri leiki fyrir okkar U19 lið. Núna tókum við þá ákvörðun að það gæti verið gott fyrir þá að spila með U19 liðinu, liðið gæti sýnt betri frammistöðu og fengið hugsanlega fleiri leiki [með því að komast áfram á næsta stig]."

„Það lítur alveg vel út með og ef við hugsum aðeins lengra fram í tímann þá erum við vonandi að fá fleiri leiki fyrir 19 ára liðið. Það var ástæðan fyrir því að við völdum að þeir spiluðu þar í þessu verkefni."


Hefðu þeir mátt spila tvo leiki með U19 og svo komið til móts við U21 liðið? „ Jú, við máttum gera hvað sem vildum en við mátum það þannig að þegar þú ferð í eitthvað verkefni að reyna klára það," sagði Davíð.

U19 liðið hefur spilað tvo leiki, unnið annan þeirra en tapaði hinum. Lokaleikur liðsins er gegn Litháen á morgun.
Davíð Snorri: Margsannað í íslenskri fótboltasögu
Athugasemdir
banner
banner
banner