Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fös 11. nóvember 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti: Heppinn að það var búið að opinbera króatíska hópinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Real Madrid er tveimur stigum á eftir Barcelona í toppbaráttunni í spænsku deildinni eftir að Madridarliðið vann Cadiz 2-1 í gærkvöldi.


Real komst í 2-0 en Luka Modric gat gulltryggt sigurinn þegar skammt var til leiksloka en hann skaut framhjá gegn opnu marki.

Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid sló á létta strengi þegar hann var spurður út í atvikið.

„Ég sagði honum að hann hafi verið heppinn að það hafi verið búið að opinbera króatíska hópinn fyrir HM," sagði Ancelotti og hló.

Klúðrið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner