banner
   mið 12. febrúar 2020 12:59
Magnús Már Einarsson
Liverpool ætlar að stækka Anfield árið 2022
Mynd: Getty Images
Liverpool stefnir á að stækka heimavöll sinn Anfield fyrir byrjun tímabils 2022/2023.

Anfield tekur 54 þúsund manns í sæti en með framkvæmdunum er stefnt á að bæta við 7000 sætum og stækka völlinn upp í 61 þúsund sæti.

Stefnt er á að hefja verkið fyrir lok árs en kostnaðaráætlun hljóðar upp á 60 milljónir punda.

Liverpool hefur verið í viðræðum við íbúa í nágrenninu og 93% þeirra eru fylgjandi áætlunum um að stækka leikvanginn.

Anfield var síðast stækkaður árið 2016 en þá bættust 9000 sæti við leikvanginn.



Athugasemdir
banner
banner
banner