Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. febrúar 2020 16:08
Elvar Geir Magnússon
Ragnar Gíslason ráðinn yfirmaður fótboltamála hjá HK
Ragnar Gíslason fyrir miðju.
Ragnar Gíslason fyrir miðju.
Mynd: HK
HK tilkynnti í dag að félagið hefði farið í mikla endurskipulagningu á starfsemi sinni í samvinnu við KPMG.

Ragnar Gíslason hefur verið ráðinn yfirþjálfari fótboltamála hjá félaginu en í starfslýsingu segir að hann beri ábyrgð á daglegum rekstri barna- og unglingastarfs HK.

Ómar Ingi Guðmundsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari og Viktor Bjarki Arnarson afreksþjálfari.

Viktor hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og einbeita sér að þjálfun. Hann verður áfram aðstoðarþjálfari Brynjars Björns Gunnarssonar hjá HK í Pepsi Max-deild karla.

„Knattspyrnudeild HK er spennt fyrir nýjum tímum hjá félaginu og væntir mikils af þessum þremur afburða einstaklingum og óskar þeim góðs gengis í sínum störfum fyrir félagið. Framtíð HK er björt sem aldrei fyrr," segir í tilkynningu HK.
Athugasemdir
banner